HAGNAÐUR stærsta bílaframleiðanda Evrópu, Volkswagen, minnkaði um helming á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra og nam sem svaraði 35 milljörðum króna.

HAGNAÐUR stærsta bílaframleiðanda Evrópu, Volkswagen, minnkaði um helming á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra og nam sem svaraði 35 milljörðum króna.

Hagnaður fyrir skatta meira en tvöfaldaðist á milli fyrsta og annars fjórðungs ársins, en þegar litið er á fyrri helming ársins í heild minnkaði hagnaður fyrir skatta um 55% miðað við sama tímabil í fyrra.

Samdráttur alls staðar nema í Suðaustur Asíu

Velta Volkswagen dróst saman um 2,8% og nam um 3.800 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt hefur eftir Volkswagen að minnkandi sala á mikilvægum mörkuðum hafi einkennt fyrri hluta ársins. Þetta stafi af háu gengi evrunnar gagnvart, Bandaríkjadal, bresku pundi og japönsku jeni. Sterk evra hafi dregið afkomuna niður um 70 milljarða króna.

Volkswagen seldi 2,47 milljónir bíla á fyrri hluta ársins, sem er 1,6% samdráttur frá fyrra ári. Samdráttur varð alls staðar nema í Suðaustur Asíu, þar sem sala á Volkswagen bílum jókst um 41,5%. Kína er að verða æ mikilvægari útflutningsmarkaður fyrir Volkswagen. Þar seldust rúmlega 323.500 bílar og aukningin milli ára var 52%.