ÁRNI Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir að hans skoðun sé að friðun rjúpunnar eigi rétt á sér og í viðtölum sínum við bændur og aðra sem hafa nýtt sér þessi veiðihlunnindi segist Árni hafa fundið fyrir því að bændur eru mjög...

ÁRNI Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir að hans skoðun sé að friðun rjúpunnar eigi rétt á sér og í viðtölum sínum við bændur og aðra sem hafa nýtt sér þessi veiðihlunnindi segist Árni hafa fundið fyrir því að bændur eru mjög margir hlynntir veiðibanninu.

"Það er alveg ljóst að rjúpnastofninn er í sögulegri lægð og að þær miklu skotveiðar sem stundaðar hafa verið hafa áhrif á stofninn. Auðvitað spila aðrir þættir inn í, tófu og mink hefur fjölgað og mávum einnig en mávarnir liggja í eggjum rjúpunnar og raunar eggjum annarra fugla líka. Hér áður fyrr þekktist það ekki að mávar væru inn til landsins en það hefur breyst í seinni tíð. Friðun rjúpunnar er því nauðsynleg en það þarf að grípa til annarra ráðstafana í leiðinni til að halda hinum tegundunum í skefjum, það þyrfti helst að útrýma mink og fækka tófu og mávum," segir Árni.