MÖRG fordæmi eru fyrir ákvörðun umhverfisráðherra um tímabundið bann við veiðum á rjúpu en þó þarf að fara ein sextíu ár aftur í tímann til þess.

MÖRG fordæmi eru fyrir ákvörðun umhverfisráðherra um tímabundið bann við veiðum á rjúpu en þó þarf að fara ein sextíu ár aftur í tímann til þess.

Í bók Skúla Magnússonar, Rjúpan, kemur fram að útflutningur á rjúpu frá Íslandi hafi að öllum líkindum hafist um miðja nítjándu öldina. Upp úr aldamótunum síðustu var hann á bilinu 100 til 200 þúsund rjúpur á ári en náði hámarki á árunum 1924-1927 en þá voru fluttar út um 250 þúsund rjúpur á ári. Árið 1915 var fyrst gripið þess ráðs að alfriða rjúpuna, aftur var hún alfriðuð árin 1920-1923, 1930-1932 og svo tíu árum síðar eða árin 1940-1942 en þá lagðist útflutningur á rjúpunni með öllu af.