Í DAG, laugardaginn 26.
Í DAG, laugardaginn 26. júlí, verður opnað í félagsheimilinu Sólgarði í Eyjafjarðarsveit einstakt safn ýmiss konar muna sem Sverrir Hermannsson, húsasmíðameistari á Akureyri, og eiginkona hans Auður Jónsdóttir, hafa afhent Eyjafjarðarsveit til eignar og varðveislu. Safnið hefur hlotið nafnið "Smámunasafn Sverris Hermannssonar" og er eins og áður segir einstakt í sinni röð. Fjöldi muna er ótrúlegur og fjölbreytileikinn ekki síður, en Sverrir sem er Akureyringur, fæddur árið 1928, hefur safnað margs konar smáhlutum í áratugi og oft hafa honum áskotnast fast að þúsund hlutir á ári.