"VIÐ vorum að reyna að veiða kött en hann slapp alltaf," sögðu þeir félagar Einar Oddur Páll, 5 ára, og Hilmir Gauti, 6 ára, þar sem þeir voru með net í eftirdragi í Síðuhverfinu. Þeir gáfu sér þó tíma fyrir stutt spjall og myndatöku.
"VIÐ vorum að reyna að veiða kött en hann slapp alltaf," sögðu þeir félagar Einar Oddur Páll, 5 ára, og Hilmir Gauti, 6 ára, þar sem þeir voru með net í eftirdragi í Síðuhverfinu. Þeir gáfu sér þó tíma fyrir stutt spjall og myndatöku. "Þessi köttur var búinn að skíta í garðinn hjá vinkonu hennar mömmu," sagði Hilmir "og pissa líka," bætti Einar við. "Við reyndum og reyndum að ná kettinum en hann hljóp svo hratt, við hlupum líka hratt en kötturinn hljóp hraðar." Sigmar, félagi þeirra Einars og Hilmis, var einnig með í eltingaleiknum en hann var farinn heim. "Hann var alltaf að stökkva í polla og var orðinn blautur í fæturna."