Undan ljósi skuggi skríður, skammt er að bíða vors á ný, taumlaust áfram tíminn líður, taka ei margir eftir því. Flýgur ör í tímans tómi, tæpast sést þar nokkurt hik, jafnvel þó að lífið ljómi, líður það sem augnablik.

Undan ljósi skuggi skríður,

skammt er að bíða vors á ný,

taumlaust áfram tíminn líður,

taka ei margir eftir því.

Flýgur ör í tímans tómi,

tæpast sést þar nokkurt hik,

jafnvel þó að lífið ljómi,

líður það sem augnablik.

Eftir því má enginn bíða,

í akur lífs að marka spor,

öllum ber að iðja og stríða,

efla visku kraft og þor.

Skal því hver í skyndi nýta,

skamman tíma hér á jörð,

öllu góða ávallt flýta

áður en fellur í kalda svörð.

Höfundur er safnvörður á Sauðárkróki.