Eins má óð og bænir, allsráðanda hins snjalla mjög er fróðr sás getr greiða, guðs þrenning mér kenna.

Eins má óð og bænir,

allsráðanda hins snjalla

mjög er fróðr sás getr greiða,

guðs þrenning mér kenna.

Göfugt ljós boðar geisli

gunnöflugr miskunnar,

ágætan býðk ítrum

Ólafi brag, sólar,

þeirars húms í heimi

heims myrkrum brá, þeima,

og ljós meðan var, vísi

veðrs kallaðist hallar.

Sá lét bjartr frá bjartri

berast mannr und skýranni,

frægr stóð af því, flæðar,

förnuðr, röðull stjörnu.

---

Bæn hefk, þengill, þína,

þrekrammr, stoðað framla.

Eflaust höfum jöfri

unnið mærð sem kunnum.

Ágætr, segið ítran,

Eysteinn, hve brag leystak.

Hás elskið veg vísa

vagnræfrs; en eg þagna.

Einar Skúlason var tólftu aldar skáld og orti Geisla, sem er helgikvæði um Ólaf helga Noregskonung, að áeggjan Eysteins konungs Haraldssonar og frumflutti við vígslu Niðarósdómkirkju árið 1153. Í fyrri vísunum tveimur býður hann Ólafi, sem hann kennir við sól, ágætan brag og segist fá skáldskapinn frá guði. Í síðustu vísunni tekur hann fram að hann hafi gert eins vel og hann gat og spyr hvernig konungi (Eysteini) hafi líkað kvæðið um leið og hann fer fram á greiðslu fyrir viðvikið.