Haukur Gröndal, Nicholas Kingo, Helgi Helgason og Peter Jörgensen.
Haukur Gröndal, Nicholas Kingo, Helgi Helgason og Peter Jörgensen.
KLEZMER-hljómsveitin Schpilkas heldur tónleika á Jómfrúnni í dag kl. 16 og á Café Kúltúre við Hverfisgötu kl. 23. Klezmertónlistin er þjóðlagatónlist gyðinga og á rætur að rekja til Austur-Evrópu.

KLEZMER-hljómsveitin Schpilkas heldur tónleika á Jómfrúnni í dag kl. 16 og á Café Kúltúre við Hverfisgötu kl. 23. Klezmertónlistin er þjóðlagatónlist gyðinga og á rætur að rekja til Austur-Evrópu.

Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal, Bb klarínett, Helgi Sv. Helgason á trommur/slagverk. Nicholas Kingo frá Danmörku á harmóníku og danski kontrabassaleikarinn Peter Jörgensen.

Schpilkas, (Með maura í buxum) var stofnuð í Kaupmannahöfn í september í fyrra. Út er komin hjá 12 tónum glæný plata hljómsveitarinnar sem nefnist Sey mir gesunt og verður á tónleikunum flutt tónlist af plötunni. Einnig heldur sveitin tónleika í Deiglunni á Akureyri kl. 21.30 á fimmtudag. Þrennir tónleikar verða á Hótel Reynihlíð í ágúst., 1., 2. og 3., kl. 22 alla dagana.