Jacqueline Carey
Jacqueline Carey
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MORÐIÐ á Alois Eastermann, yfirmanni í hinum svissneska verði Páfagarðs, og eiginkonu hans í maí 1998 vakti á sínum tíma mikla athygli, en auk Eastermann hjónanna fannst einnig lík undirforingjans Cedric Tornay í íbúð þeirra.

MORÐIÐ á Alois Eastermann, yfirmanni í hinum svissneska verði Páfagarðs, og eiginkonu hans í maí 1998 vakti á sínum tíma mikla athygli, en auk Eastermann hjónanna fannst einnig lík undirforingjans Cedric Tornay í íbúð þeirra. Páfagarður var á sínum tíma fljótur að lýsa því yfir að Tornay hefði myrt hjónin og framið svo sjálfsvíg, en ýmsir gallar hafa jafnan þótt á þeirri rannsókn og voru alls kyns samsæriskenningar ekki lengi að fæðast.

Breski blaðamaðurinn John Follain hefur nú sent frá sér bók um morðin í Páfagarði sem nefnist City of Secrets: The Truth Behind the Murders at the Vatican eða Borg leyndarmálanna: Sannleikurinn um morðin í Vatikaninu.

Í bók sinni bendir Follain á marga áhugaverða þætti í málinu sem og meinlega galla á rannsókninni, en hann vekur m.a. athygli á rótgróinni úlfúð milli frönsku- og þýskumælandi liðsmanna svissnesku varðsveitanna, auk þess að ýja að því að þeir Eastermann og Tornay hafi verið elskendur.

Afkvæmi annarra

ÞRIÐJA og nýjasta bók Jacqueline Carey, The Crossley Baby eða Crossley barnið, býr yfir sama háðska stílnum og fyrri verk höfundar, sem hefur gott auga fyrir fyndnum hliðum hins hversdagslega í tilverunni og nær engu að síður að gæða sögupersónur sínar bæði lífi og hlýju. Að þessu sinni fjallar Carey um tvær systur, önnur er heimavinnandi húsmóðir á meðan hin fetar upp metorðastigann, og hatramma deilu þeirra um foræði yfir barni þriðju systurinnar, sem deyr í upphafi bókarinnar.

Hernaðarspilling

FYRSTA skáldaga indverska rannsóknarblaðamannsins Aniruddha Bahal fær ágætis dóma hjá gagnrýnanda Guardian sem segir hana segja flest sem segja þarf. Bókin nefnist Bunker 13 og er kaldhæðin spennusaga sem fjallar um spillingu innan hersins í deilunni um Kasmír. Sú saga byggist að nokkru á raunverulegum atburðum í hneykslismáli sem Bahal afhjúpaði á síðasta ári og hefur hér verið fært í búning skáldsögu.

Matarbúr lífsins

SKOSKI lagaprófessorinn og rithöfundurinn Alexandir McCall sendi nýlega frá sér fimmtu söguna um Mma Precious Ramotswe, fyrsta kvenkynsspæjarann í Botswana. Bókin nefnist The Full Cupboard of Life eða Hið fulla matarbúar lífsins, eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Söguþráðurinn er í anda þeirra óvenjulegu viðburða sem spæjarinn hefur tekið að sér í fyrri sögum McCall, en að þessu sinni er Precious ráðin af eiganda virtrar hársnyrtistofu til að hjálpa henni við val á eiginmanni.