BANDARÍKJAHER handtók 13 menn, sem sumir hverjir eru taldir vera lífverðir Saddams Husseins, í húsi við Tíkrit, heimaborg einræðisherrans fyrrverandi, í gær.

BANDARÍKJAHER handtók 13 menn, sem sumir hverjir eru taldir vera lífverðir Saddams Husseins, í húsi við Tíkrit, heimaborg einræðisherrans fyrrverandi, í gær. Talið er að 5-10 þeirra hafi tilheyrt einkalífvarðasveit Saddams en Ray Odierno, háttsettur hershöfðingi, sagði of snemmt að segja til um hvort þeir hafi nýlega verið með Saddam eða geti veitt upplýsingar um dvalarstað hans.

Íraskur maður gaf hernum upplýsingar um dvalarstað mannanna sem héldu sig í húsi sunnan við bæinn. "Hringurinn þrengist óðum," sagði Odierno.

Tugir þúsunda sjía-múslima söfnuðust saman við mosku í hinni heilögu borg Najaf í gær og hlýddu á herskáan klerk, Moqtada Sadr, krefjast þess að Bandaríkjaher hefði sig á brott frá borginni og að stjórnarráð sem þeir hafa skipað yrði lagt niður.

Washington, Bagdad. AP, AFP.