Seljakirkja
Seljakirkja
HELGIHALD þarfnast ekki húsnæðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn.

HELGIHALD þarfnast ekki húsnæðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði.

Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðsþjónustu í Kolaportinu sunnudaginn 27. júlí kl. 14:00. Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju mun predika og þjóna ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborgarpresti.

Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina ásamt Margrét Scheving. En þau hafa í sumar ferðast um landið og haldið samkomur í mörgum kirkjum, Guði til dýrðar og fólki til blessunar. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.13:40 mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni. Í lok samverunnar verður blessun með olíu.

Guðsþjónustan fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn.

Laugardaginn 26. júlí kl. 13:00 verður helgistund á Lækjartorgi undir yfirskriftinni "Mögnuð miðborg". Miðborgarprestur flytur hugleiðingu en unglingakór Fíladelfíu leiðir lofgjörðina fyrir gesti og gangandi undir stjórn Þóru Gísladóttur. Það eru allir velkomnir.

Miðborgarstarf KFUM & KFUK og Kirkjunnar.

Ensk messsa í Hallgrímskirkju

Á morgun sunnudaginn 27. júlí nk. kl. 14:00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Jón Bjarnason. Magnea Gunnarsdóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Annað árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar.

Service in English

Service in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 27th of July at 2 pm. Holy Communion. The Seventh Sunday after Pentecost. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Jón Bjarnason. Leading singer: Magnea Gunnarsdóttir. Refreshments after the Service.

Sumarnámskeið í Seljakirkju

Skráning stendur yfir í sumarnámskeið Seljakirkju í ágúst. Þetta eru hressandi leikjanámskeið með kristilegri fræðslu. Námskeiðin verða sem hér segir: 5.-8. ágúst 11.-15. ágúst.

Upplýsingar og skráning eru í síma 5670110 milli kl. 11 og 16 alla virka daga. Auk þess eru upplýsingar um námskeiðin í sumarbæklingi ÍTR. Seljakirkja.

Safnaðarferð Nessóknar

Lagt verður af stað kl. 12:30 frá Neskirkju að lokinni messu kl. 11:00, sunnudaginn 27. júlí, og léttum veitingum í safnaðarheimilinu. Ekið um Þrengslin til Eyrarbakka. Kaffiveitingar á hlaðborði í Valhöll á Þingvöllum. Verð kr. 900. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 11 og 12 í dag.