Það þarf snör og örugg handtök við að veiða lundann á flugi.
Það þarf snör og örugg handtök við að veiða lundann á flugi.
LUNDAVEIÐITÍMABIL ársins í Vestmannaeyjum er nú hálfnað og hefur um margt verið óvenjulegt. Veiðin hefur ekki verið nálægt því að vera til hálfs við veiði fyrri ára. Lítið fjör er í fuglinum og kraftur í viðveru sáralítill. Að sögn Óskars J.

LUNDAVEIÐITÍMABIL ársins í Vestmannaeyjum er nú hálfnað og hefur um margt verið óvenjulegt. Veiðin hefur ekki verið nálægt því að vera til hálfs við veiði fyrri ára. Lítið fjör er í fuglinum og kraftur í viðveru sáralítill. Að sögn Óskars J. Sigurðssonar í Vestmannaeyjum má vera að lítið sé um æti fyrir lundann. "Sandsíli eru kjörfæða lundans og það má vera að þau haldi sig of fjarri landi í ár," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. "Það koma ár við og við þar sem veiðin er lítil," bætti hann við. Ekki telur hann að ástæða sé til að óttast um stofninn, en öðru hverju sé ástandið svona.

Pysjudauði er allmikill og sjá má á dauðum pysjum hve stutt þær eru komnar í þroska, þær eru aðeins smáhnoðrar þótt langt sé liðið á veiðitímann.

Vegnar vel í Vigur

Öðru máli gegnir um viðgang lundans í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Þar er fjöldi fugla svipaður og verið hefur. Stofninn er stór og að sögn íbúa í eynni er ástand lundastofnsins gott þar vestra.