Í dag er laugardagur 26. júlí, 207. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Langesund , Eldborg , Sedna Iv , og Kristina Regina koma í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Langesund kemur í dag. Polar Amaroq fer í dag.

Mannamót

Félag aldraðra í Mosfellsbæ . Skrifstofa félagsins verður lokuð í sumar til 2. september.

Félag eldri borgara í Kópavogi - FEBK. Hálendisferð í Veiðivötn og virkjanirnar verður fimmtud. 7. ágúst. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8.30 og frá Gullsmára kl. 8.45 og ekið upp Skeið og Þjórsárdal og þaðan upp á hálendið. Á leiðinni verður stoppað í Árnesi eða Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Ekið verður upp í Veiðivötn, og ekið um vatnasvæðið. Hrauneyjarfossvirkjun heimsótt, komið að Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun, og Sultartangavirkjun.

Kvöldverður í Félagsheimilinu Árnesi. Síðan verður haldið heimleiðis um Iðu - Grímsnes - framhjá Þrastarlundi, að Nesjavallavegi.

Áætluð heimkoma kl. 20. Leiðsögumaður er Nanna Kaaber. Skráning fyrir kl. 15 miðvikudaginn 6. ágúst á þátttökulistann í félagsmiðstöðinni Gjábakka. Símaskráning möguleg í síma 554-3400 (Gjábakki), einnig hjá ferðanefnd FEBK. Félagsmiðstöðin í Gullsmára er lokuð út júlí. Ferðanefndin. Bogi s: 5540233 eða Þráinn s: 5540999.

Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morgunganga er frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl. 9.50.

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Austur- og Norðausturlandsferð 18-25. ágúst, 8 daga ferð. Ekið með suðurströndinni, norður til Akureyrar. Ekið um Kjöl til Reykjavíkur. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Eigum laus sæti. Upplýsingar og skráning á skrifstofu FEB, sími 5882111.

Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst.

FEBK. Púttað á Listatúni kl. 10.30 á laugardögum. Mætum öll og reynum með okkur.

Gönguklúbburinn Hana-nú . Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9.

Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600.

Stuðningsfundir fyrrverandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið til að hætta reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30.

GA- samtök spilafíkla, fundir spilafíkla. Höfuðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl. 18.15 - Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarnarnes. Miðvikudagur kl. 18 - Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 - Síðumúla 3-5, Göngudeild SÁÁ, Reykjavík. Föstudagur kl. 20 - Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laugardagur kl. 10.30 - Kirkja Óháða safnaðarins, v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austurland: Fimmtudagur kl. 17 - Egilsstaðakirkja, Egilsstöðum. Neyðarsími GA er opinn allan sólarhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 6983888.

Samtök þolenda kynferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna.

OA-samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upplýsingar á www.oa.is og í síma 8781178.

Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14.

Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti.

Minningarkort

Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380, Jónína Högnadóttir, Esso-verslunin, Ísafirði, s. 456 3990, Jóhann Kárason, Engjavegi 8, Ísafirði, s. 456 3538, Kristín Karvelsdóttir, Miðstræti 14, Bolungarvík, s. 456 7358.

Minningarkort Breiðfirðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sigurjónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161.

(Lúkas 6, 44.)