*EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði eitt af mörkum Chelsea, sem lagði landslið Malasíu að velli í móti í Malasíu , 4:1. Hann kom inná sem varamaður þegar á 60. mín. Chelsea mætir Newcastle í úrslitaleik.
*EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði eitt af mörkum Chelsea, sem lagði landslið Malasíu að velli í móti í Malasíu , 4:1. Hann kom inná sem varamaður þegar á 60. mín. Chelsea mætir Newcastle í úrslitaleik.

*ÁSDÍS Hjálmsdóttir, Ármanni, kastaði kringlu 40,57 m á Evrópumeistaramóti unglinga, 19 ára og yngri, í Tampere í Finnlandi í gær. Ásdís hefði þurft að kasta fimm metrum lengra til að komast í úrslit.

* ÁSDÍS keppir í spjótkasti í dag eins og Sigrún Fjeldsted, FH.

* BIRGIR Guðjónsson, formaður tækninefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, er eftirlitsdómari á mótinu í Tampere.

*SVEINN Margeirsson, UMSS, varð áttundi í 3000 m hindrunarhlaupi á alþjóðlegu móti í Karlstad í Svíþjóð á tímanum 9.12,61 mín.

* KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona frá Akranesi, varð 25 af 56 keppendum í undanrásum í 50 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í Barcelona í gær - á 28,61 sek.

* HEIÐAR Ingi Marinósson, SH, varð 62. af 165 keppendum í undanrásum í 50 metra skriðsundi á 24,02 sek.

* JENS Lehmann, markvörður hjá Dortmund, gekk til liðs við Arsenal í gær, eftir að hann hafði staðist læknisskoðun. Hann mun hitta leikmenn Arsenals í æfingabúðum í Austurríki á morgun. "Ég get ekki annað en fagnað því að vera genginn til liðs við Arsenal, sem er eitt besta lið Evrópu og með því leika margir frábærir knattspyrnumenn," sagði hinn 33 ára Lehmann eftir að hann hafði staðist læknisskoðun.

* ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenals, var einnig ánægður, þegar hann tjáði sig um Lehmann - eftir að Arsenal vann Austria Vín í æfingaleik í gær, 2:0. Dennis Bergkamp og Francic Jeffers skoruðu mörkin. "Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Lehmann, sem er frábær markvörður."

* PEIRSOL frá Bandaríkjunum sigraði í úrslitasundi í 200 metra baksundi í gær en hann sigraði einnig í 100 metra baksundi. Peirsol er ólympíumeistari í greininni og kom í mark á tímanum 1.55,92 mín., Króatinn Gordan Kozulj varð annar á 1.57,42 mín en bronsið fékk Frakkinn Simon Dufour sem var á tímanum 1.57,90 mín.

* GRANT Hackett sigraði í 800 metra skriðsundi karla og Finnar fengu sitt fyrsta gull frá upphafi á HM í sundi þegar Hanna-Maria Seppala kom fyrst í mark í 100 metra skriðsundi. Hin 18 ára gamla Seppala varð 11. í sömu grein á EM fyrir ári.