* GIANFRANCO Zola, 37 ára, sem er orðinn vinsælasti leikmaður Cagliari á Ítalíu, var heldur betur á skotskónum í sínum fyrsta leik með liðinu - hann skoraði fjögur mörk í æfingaleik gegn Rap Valgusana, 11:0.

* GIANFRANCO Zola, 37 ára, sem er orðinn vinsælasti leikmaður Cagliari á Ítalíu, var heldur betur á skotskónum í sínum fyrsta leik með liðinu - hann skoraði fjögur mörk í æfingaleik gegn Rap Valgusana, 11:0. Vinsældir Zola eru það miklar að menn fjölmenna á æfingar til að sjá listamanninn æfa sig í að taka aukaspyrnur.

*STOKE hefur kallað hollenska markvörðinn Raimond van der Gouw, 40 ára, til æfinga. Hann var í herbúðum West Ham sl. keppnistímabil, en nú samningslaus. Hann lék eitt sinn með Man. Utd.

* ALLT bendir nú til Fernando Hierro, 35 ára, sem var í herbúðum Real Madrid, sé á förum til Qatar til að leika knattspyrnu.Þar í landi leika margir gamalkunnir leikmenn, eins og Gabriel Batistuta, Stefan Effenberg og Frank Leboeuf.

*SYLVAIN Distin verður fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City á komandi leiktíð. Distin tekur við hlutverkinu af Ali Bernabia, sem hætti að leika með liðinu fyrr í þessari viku.

* ANNA Kournikova , tenniskona frá Rússlandi, mun ekki taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í næsta mánuði. Kournikova er meidd í baki. Brotthvarf hennar frá mótinu er mótshöldurum mikið áfall því hún er afar vinsæl í Bandaríkjunum .

* BROTTHVARF Kournikovu er ekki eina áfallið fyrir keppnina. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras , sem sigraði í fyrra, mun heldur ekki taka þátt. Sampras hefur lítið æft í ár og segist skorta hungrið til að fara að æfa aftur af krafti.

* ALEKSANDAR Linta, sem lék þrjá leiki með Skagamönnum í efstu deild karla í sumar, er genginn til liðs við Víking Ólafsvík sem leikur í 3. deild.

* ÞÝSKI kylfingurinn, Bernhard Langer, verður fyrirliði Evrópuliðsins í næstu Ryderkeppni sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Langer tekur við starfi Sam Torrance sem leiddi Evrópu til sigur í fyrra gegn Bandaríkjunum á Belfry- vellinum á Írlandi í fyrra.

* HAL Sutton verður hinsvegar fyrirliði Bandaríkjamanna, sem vilja eflaust ná fram hefndum.

* MIKIL leikmannaskipti urðu í gær í NBA- deildinni í körfubolta þar sem þrjú lið skiptu á fimm leikmönnum. Sacramento fær stjörnuliðs miðherjann Brad Miller frá Indiana . Indiana fær Scot Pollard frá Sacramento og Danny Ferry frá San Antonio . Þá fær San Antonio Tyrkjann, Hedo Turkoglu frá Sacramento og Ron Mercer frá Indiana.