NÍU ára stúlka féll af hestbaki við bæinn Höfða í Dýrafirði í gærkvöldi. Hjálmur sem hún var með á höfðinu brotnaði við fallið. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
NÍU ára stúlka féll af hestbaki við bæinn Höfða í Dýrafirði í gærkvöldi. Hjálmur sem hún var með á höfðinu brotnaði við fallið. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði varð slysið á níunda tímanum í gærkvöldi. Ekki fengust upplýsingar um líðan hennar.