BÆJARRÁÐ Árborgar hefur samþykkt að ráðast nú þegar í framkvæmdir til að bæta síma- og tölvusamskipti milli veitna, ráðhúss og skóla á Selfossi. Einnig verða gerðar úrbætur á samskiptum milli grunnskólanna við ströndina og á Selfossi.

BÆJARRÁÐ Árborgar hefur samþykkt að ráðast nú þegar í framkvæmdir til að bæta síma- og tölvusamskipti milli veitna, ráðhúss og skóla á Selfossi. Einnig verða gerðar úrbætur á samskiptum milli grunnskólanna við ströndina og á Selfossi. Í samþykktinni kemur fram að úrbætur á þessu sviði eru taldar brýnar en þær eru gerðar samkvæmt tillögu starfshóps þar um. Talið er ótvírætt tæknilegt- og fjárhagslegt hagræði af því að leysa samskiptamál þessara stofnana í einu lagi. Bæjarráð telur að þessar breytingar muni skila sér til baka á nokkrum árum í lækkuðum rekstrarkostnaði auk þess að bæta samskipti og greiða fyrir gagnaflutningum.

Kostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður 18-20 milljónir króna.

Framkvæmdin skiptist þannig að Selfossveitur munu eiga og reka ljósleiðara og símstöð en endabúnaður tilheyrir hverjum stað fyrir sig. Kostnaðarauka mun verða mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.