Dýralífsganga með ráðsmanni Viðeyjar Í kvöld mun Ragnar Sigurjónsson ráðsmaður í Viðey standa fyrir gönguferð um Viðey og veita fjölskrúðugu dýralífi hennar athygli. Þar verpa nú a.m.k. 24 fuglategundir og fer fjölgandi.
Dýralífsganga með ráðsmanni Viðeyjar Í kvöld mun Ragnar Sigurjónsson ráðsmaður í Viðey standa fyrir gönguferð um Viðey og veita fjölskrúðugu dýralífi hennar athygli. Þar verpa nú a.m.k. 24 fuglategundir og fer fjölgandi. Hugsanlega gefst gestum einnig kostur á að heilsa uppá hjálmskjótta hesta ráðsmannsins en þeir eru um margt sérstakir. Ferðin hefst kl 19:30 með siglingu frá Sundahöfn.