MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Leikskólum Reykjavíkur: "Í Morgunblaðinu 20. júlí s.l.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Leikskólum Reykjavíkur:

"Í Morgunblaðinu 20. júlí s.l. birtist frétt um undirskriftasöfnun foreldra í Vesturbænum í Reykjavík vegna "fyrirhugaðrar lokunar gæsluleikvallarins við Frostaskjól". Leikskólar Reykjavíkur vilja koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við þessa frétt:

Það á ekki að leggja gæsluleikvöllinn niður en vetrarstarf á vellinum hættir í þeirri mynd sem það hefur verið. ÍTR mun í haust taka við starfrækslu vallarins og nýta hús og lóð fyrir skólabörn á veturna en verða áfram með gæsluleikvallarstarf á sumrin.

Það er rétt sem stendur á undirskriftalista foreldranna að völlurinn er mikið notaður á sumrin. Hinsvegar kemur ekki fram að hann hefur verið mjög illa sóttur á veturna. Síðasta vetur, frá september til maíloka, komu að jafnaði 3-4 börn á gæsluleikvöllinn hvern dagspart sem hann var opinn."