Sahaf
Sahaf
SÆNSKA lögreglan kvaðst í gær hafa fengið upplýsingar um að fyrrverandi upplýsingamálaráðherra Íraks, Mohammed Said al-Sahaf, sem uppnefndur var "kotroskni Ali", hafi verið bendlaður við óupplýst morð á landflótta, íröskum útsendara í...

SÆNSKA lögreglan kvaðst í gær hafa fengið upplýsingar um að fyrrverandi upplýsingamálaráðherra Íraks, Mohammed Said al-Sahaf, sem uppnefndur var "kotroskni Ali", hafi verið bendlaður við óupplýst morð á landflótta, íröskum útsendara í Stokkhólmi 1985.

Sahaf varð sendiherra í Svíþjóð skömmu eftir að útsendarinn, Majid Husain, var myrtur, en Husain hafði leitað hælis í Svíþjóð og hugðist veita upplýsingar um leyniþjónustukerfi Saddams Husseins, þáverandi Íraksforseta, í Evrópu, að því er Svenska Dagbladet segir.

"Við fengum ábendingu um það (...) að ráðlegt væri að yfirheyra [Sahaf]," sagði yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Stokkhólmi, Bo Isaksson. "Við munum kanna málið, en teljum það ekki áríðandi."

Síðast sást til Sahafs er hann kom til Sameinuðu arabísku furstadæmanna 11. júlí og sagðist hann þá ætla að dvelja þar ásamt fjölskyldu sinni. Hann er ekki á lista Bandaríkjamanna yfir eftirlýsta, íraska embættis- og ráðamenn.

Majid Husain hvarf í janúar 1985 og fannst lík hans í mars s.á., hlutað í 54 parta í tveim ferðatöskum.

Stokkhólmi. AFP.