LEIKMENN Chelsea leika gegn sigurvegaranum í viðureign SK Zilina frá Slóvakíu ogr Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

LEIKMENN Chelsea leika gegn sigurvegaranum í viðureign SK Zilina frá Slóvakíu ogr Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ef Chelsea mæta Maccabi fá leikmennirnir tilvalið tækifæri til að hefna ófaranna frá UEFA-keppninni fyrir tveimur árum, þegar Chelsea var slegið út af ísraelska liðinu Hapoel Tel Aviv, samanlagt 3:1. Þá óskuðu nokkrir leikmenn að sleppa við að fara til Ísraels og leika þar, sem varð Chelsea dýrkeypt.

Nýr eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovich, mun ekki koma leikmönnum upp á að vera heima á nýjan leik þar sem hann leggur áherslu á að Chelsea komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Til þess að það takist verða leikmenn liðsins að fagna sigri í viðureigninni í þriðju umferð forkeppninnar.

Chelsea leikur útileik sinn 12. eða 13. ágúst en heimaleikinn á Stamford Bridge tveimur vikum síðar.