Íslenski hópurinn býr sig undir dvöl á erlendri grund. Frá vinstri standa Gunni fararstjóri, Björk, Eyjólfur, Telma, Hrund, Helga, Sigurður, Íris, Gunnar, Sonja og Bjarni fararstjóri. Á myndina vantar Andra.
Íslenski hópurinn býr sig undir dvöl á erlendri grund. Frá vinstri standa Gunni fararstjóri, Björk, Eyjólfur, Telma, Hrund, Helga, Sigurður, Íris, Gunnar, Sonja og Bjarni fararstjóri. Á myndina vantar Andra.
TÍU ungmenni frá félagsmiðstöðvunum Gimli í Dalvíkurbyggð og Órion í Húnaþingi vestra taka þátt í verkefni í Danmörku, dagana 18. til 29. júlí í sumar á vegum Youth for Europe.

TÍU ungmenni frá félagsmiðstöðvunum Gimli í Dalvíkurbyggð og Órion í Húnaþingi vestra taka þátt í verkefni í Danmörku, dagana 18. til 29. júlí í sumar á vegum Youth for Europe. Þangað koma einnig þátttakendur frá Englandi, Spáni, Ítalíu, Noregi ásamt gestgjöfunum, Dönum.

Alls verða því sextíu ungmenni frá sex löndum við leik og störf í Danmörku þessa daga. Aðalþema verkefnisins er þátttaka ungs fólks í félagsstörfum. Youth for Europe áætlunin hefur þann aðaltilgang að efla samevrópska vitund ungs fólks í löndum Evrópusambandsins. Sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu geta Íslendingar tekið þátt í verkefnum af þessum toga.

Hvammstanga. Morgunblaðið.