Gestir tjaldsvæðisins í Hveragerði eru mjög ánægðir með aðstöðuna.
Gestir tjaldsvæðisins í Hveragerði eru mjög ánægðir með aðstöðuna.
ÞAÐ var síðastliðið sumar sem tekið var í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði í Hveragerði. Segja má að það sé í hjarta bæjarins við Reykjamörkina sem er næsta gata austan við Breiðumörkina (aðalgötu bæjarins).
ÞAÐ var síðastliðið sumar sem tekið var í notkun nýtt og glæsilegt tjaldsvæði í Hveragerði. Segja má að það sé í hjarta bæjarins við Reykjamörkina sem er næsta gata austan við Breiðumörkina (aðalgötu bæjarins). Þar er aðstaða öll til fyrirmyndar; auk hreinlætisaðstöðu eru bæði þvottavél og þurrkari. Í þurrkherbergi er einnig hægt að þurrka tjöldin og hefur það komið sér vel í votviðri í sumar. Það sem gestir eru hvað ánægðastir með eru rafmagnsstaurarnir sem fólk getur tengt fellihýsin og tjaldvagnana við. Þessir staurar eru víða um svæðið og hafa nýst vel. Að sögn Davíðs Samúelssonar forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands er nýja tjaldsvæðið með betri tjaldsvæðum á landinu og aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott.