MEÐ algjöru banni við rjúpnaveiðum hefur fótunum verið kippt undan framleiðslu fyrirtækisins Hlaðs á Húsavík sem hefur framleitt 100-300 þúsund skot á ári. Sportvörugerðin sér einnig fram á milljónatjón.

MEÐ algjöru banni við rjúpnaveiðum hefur fótunum verið kippt undan framleiðslu fyrirtækisins Hlaðs á Húsavík sem hefur framleitt 100-300 þúsund skot á ári. Sportvörugerðin sér einnig fram á milljónatjón. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gagnrýna harðlega hversu skammur fyrirvari var á banninu. Þegar þeir lögðu inn pantanir var gert ráð fyrir því að veiðitíminn yrði styttur en veiði ekki bönnuð með öllu.

"Í fyrra var rætt um að taka tíu daga framan og aftan af veiðitímabilinu. Það hefði í sjálfu sér verið í fínu lagi en nú sit ég uppi með hráefni og vöru í mörg ár," sagði Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hlaðs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrirtækið muni einnig sitja uppi með margs konar veiðivörur fyrir tugi milljóna. "Þetta er allt á lánum og maður veit alveg hvernig það endar," sagði hann.

Ásgeir Halldórsson hjá Sportvörugerðinni tók í sama streng, en hann situr uppi með 200 þúsund rjúpnaskot. Hann gerði ráð fyrir því að selja skot til smásala fyrir um sjö milljónir. Nú þurfi hann að huga að geymslu fyrir þau næstu þrjú árin en geymslukostnaður verði vart undir einni og hálfri milljón króna.