SVONA er sumarið 2003 , safnplata með sumarsmellum ársins, er hástökkvari vikunnar og fer upp um 17 sæti. Platan er 3. söluhæsta platan þessa vikuna. Alls eru 19 lög á plötunni auk þriggja aukalaga sem heyra má ef diskurinn er spilaður í tölvu.

SVONA er sumarið 2003, safnplata með sumarsmellum ársins, er hástökkvari vikunnar og fer upp um 17 sæti. Platan er 3. söluhæsta platan þessa vikuna. Alls eru 19 lög á plötunni auk þriggja aukalaga sem heyra má ef diskurinn er spilaður í tölvu. Það eru "Ég fer í fríið", "Sumardjamm" og brímasöngurinn "Ástarblossi" en síðastnefnda lagið er íslenskuð og staðfærð útgáfa listamannsins Love Guru á lagi Justins Timberlake.

Annars eru á plötunni mörg heitustu lög sumarsins með böndum eins og Írafári og Í svörtum fötum og auðvitað gömlu jöxlunum í Sálinni hans Jóns míns og SSSól.