MIKILL fjöldi geitunga sést á sveimi þetta sumarið og segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur að það hafi ekki verið meira um geitunga hér á landi frá því þeir námu land hér um 1975.

MIKILL fjöldi geitunga sést á sveimi þetta sumarið og segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur að það hafi ekki verið meira um geitunga hér á landi frá því þeir námu land hér um 1975.

"Þetta er metár í sögu geitunganna hér á landi, það er ekki spurning," segir Erling. Hann segir að skordýralíf almennt hér á landi sé með líflegasta móti í sumar, enda veðurfar í sumar með því besta sem gerist fyrir skordýr. "Nú flýgur allt sem flogið getur í þessum hita og þess vegna ber mikið á þeim."

Lúsin hefur það gott eins og önnur skordýr að sögn Erlings, og hefurmjög mikið verið um hana í sumar. Hann segir þó plöntur bera það ágætlega þar sem það er svo hraður vöxtur á svona góðu sumri.

"Það er svo hraður vöxtur að maður verður ekki var við neinar alvarlegar skemmdir, plönturnar eru svo fljótar að endurnýja sig," sagði Erling.