Rögnvaldur Kristbjörnsson, starfsmaður Atlantsolíu, setur olíu á vinnuvélar fyrirtækisins Magna.
Rögnvaldur Kristbjörnsson, starfsmaður Atlantsolíu, setur olíu á vinnuvélar fyrirtækisins Magna.
ATLANTSOLÍA afgreiddi sína fyrstu pöntun af olíu í gærmorgun en þá voru eldsneytisgeimar vinnuvéla á vegum verktakafyrirtækisins Magna fylltir af olíu.

ATLANTSOLÍA afgreiddi sína fyrstu pöntun af olíu í gærmorgun en þá voru eldsneytisgeimar vinnuvéla á vegum verktakafyrirtækisins Magna fylltir af olíu. Stefán Kjærnested, einn eigenda Atlantsolíu, segir að fyrirtækið ætli ávallt að bjóða lítrann af olíu á krónu lægra verði en samkeppnisaðilarnir. Auk þess verði tilboð til stórnotenda.

Samtals voru afgreiddir í gær um tíu þúsund lítrar. Þar með hefur Atlantsolía hafið sölu á olíu til stórnotenda. Stefán segir að þegar hafi um hundrað tonn af olíu verið flutt inn til landsins á vegum Atlantsolíu, en á sunnudag eigi olíufélagið von á um 2.000 tonnum frá Statoil í Noregi.

Stefán segir að framtíðin lofi góðu. "Við erum þegar búin að fá stóra pöntun um olíu til skips í næstu viku," segir hann, sem dæmi, "þannig að hjólin eru komin á fleygiferð. Þetta gengur eins og smurð vél." Hann segir að viðtökur neytenda hafi verið mjög góðar og að margir hafi haft samband við fyrirtækið til að staðfesta pantanir. "Við erum ánægðir með þau viðbrögð sem við höfum fengið og greinilegt er að neytendur á Íslandi eru mjög virkir og vilja samkeppni."