Viska er ekki aðeins vitrænir hæfileikar eins og sannaðist í Halldóri Hansen. Enginn efast um hans miklu vitrænu og listrænu gáfur en umfram allt hafði hann djúpan mannlegan skilning sem enginn fór varhluta af sem honum kynntist. Við kveðjum hann með mikilli virðingu og söknuði, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum manni.

Salvör Nordal,

Eggert Pálsson.

Vertu sæll að sinni, Halldór, kæri vinur.

Þakka þér ástúð þína og stuðning, visku þína og andríki, hlýju þína og örlæti, stundirnar mörgu og dýrmætu í návist þinni.

Gerrit Schuil.