8. september 2003 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Andlát

ARI GUÐMUNDSSON

ARI Guðmundsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Landsbankans, er látinn á 76. aldursári. Ari var fæddur 18. september 1927. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson prentari og Fríða I. Aradóttir söngkona og húsmóðir.
ARI Guðmundsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Landsbankans, er látinn á 76. aldursári. Ari var fæddur 18. september 1927. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson prentari og Fríða I. Aradóttir söngkona og húsmóðir.

Ari lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en hóf störf hjá Landsbanka Íslands árið 1943 og starfaði þar allan sinn starfsaldur. Hann varð starfsmannastjóri bankans árið 1974 og framkvæmdastjóri starfsmannasviðs árið 1984.

Ari tók virkan þátt í íþróttum á yngri árum og var lengi forystumaður í íþróttahreyfingunni. Hann var í hópi fyrstu sundmanna Íslendinga og átti lengi Íslandsmet í öllum vegalengdum skriðsunds. Ari sat í stjórn sundfélagsins Ægis og var formaður félagsins 1952-57. Hann sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1969-78 og var formaður félagsins 1976-78. Þá sat hann um tíma í stjórn Golfsambandsins og í stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Eftirlifandi eiginkona Ara er Katla Ólafsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.