27. september 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Framfaramöppur í tungumálanámi fengu Evrópumerkið 2003

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, fylgdist með málþinginu í gær.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, fylgdist með málþinginu í gær.
VERKEFNIÐ Framfaramöppur í tungumálanámi, sem unnið er af tungumálakennurum í Laugalækjarskóla, fékk Evrópumerkið 2003 og var það afhent í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær.
VERKEFNIÐ Framfaramöppur í tungumálanámi, sem unnið er af tungumálakennurum í Laugalækjarskóla, fékk Evrópumerkið 2003 og var það afhent í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær.

Evrópumerkið er samstarfsverkefni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og felst í veitingu viðurkenningar fyrir nýbreytniverkefni á sviði náms og kennslu í erlendum tungumálum. Í frétt menntamálaráðuneytisins segir að "veiting merkisins er í samræmi við stefnumörkun Hvítbókar Evrópusambandsins um menntamál þar sem áhersla er lögð á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir íbúa í löndum Evrópusambandsins og færni í þremur tungumálum er sett fram sem markmið. Viðurkenningunni er ætlað að beina athygli að frumlegum og árangursríkum verkefnum og hvetja til þess að þær aðferðir sem þar er beitt nýtist sem flestum. Lögð er áhersla á að verkefnin feli í sér nýbreytni sem aðrir geti lært af og að þau nýtist í símenntun."

Verkefnið Framfaramöppur í tungumálanámi hófst sem tilraunaverkefni í fyrra og var unnið undir leiðsögn Brynhildar A. Ragnarsdóttur en kennararnir sem standa að því eru Ágústa Harðardóttir, Nanna Ævarsdóttir, Helga Finnsdóttir, Þórunn Sleight, Helga Hilmisdóttir og Gry Ek Gunnarsson. Í umsögn dómnefndar kemur fram að áhersla sé lögð á að nemendur geri sér grein fyrir þeim kröfum sem til þeirra séu gerðar, að þeir verði meðvitaðir um námsstöðu sína og námsframvindu og eflist í að taka ábyrgð á eigin námi. Lögð sé áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir hvaða aðferðir og leiðir henti þeim best.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, afhenti verðlaunin á málþingi á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, en evrópski tungumáladagurinn var í gær.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.