2. október 2003 | Viðskiptablað | 121 orð

KaupþingBúnaðarbanki semur við Libra

NÝLEGA var undirritaður samningur á milli Libra ehf. og Kaupþings-Búnaðarbanka um kaup á lánakerfi fyrir bankann. Um er að ræða nýtt kerfi, Libra Loan, sem Libra ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf.
NÝLEGA var undirritaður samningur á milli Libra ehf. og Kaupþings-Búnaðarbanka um kaup á lánakerfi fyrir bankann. Um er að ræða nýtt kerfi, Libra Loan, sem Libra ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf., hefur hannað og þróað á undanförnum mánuðum í nánu samstarfi við Kaupþing-Búnaðarbanka og fleiri aðila.

"Kerfið leysir af hólmi eldri hugbúnað en töluverðar breytingar hafa orðið á undanförnum árum á sviði lánaumsýslu. Auknar kröfur eru um upplýsingagjöf, sveigjanleika við lántökur og lánveitingar og nú á síðustu misserum hafa einstaklingar, auk minni fyrirtækja, sýnt lántökum í erlendri mynt aukinn áhuga. Stærri fyrirtæki taka í síauknum mæli sambankalán, þ.e. gera stóra lánasamninga við fleiri en einn aðila og ádráttarlán eða lánalínu, þ.e. samningur um heimildir til lánatöku," að því er segir í fréttatilkynningu.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.