7. október 2003 | Suðurnes | 154 orð | 1 mynd

Allur hópurinn hefur unnið fyrir þessu

Enn ein viðurkenningin til slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli

Haraldur og Mark S. Laughton kafteinn: Gott að fá klapp á bakið.
Haraldur og Mark S. Laughton kafteinn: Gott að fá klapp á bakið.
Keflavíkurflugvöllur | "Allur hópurinn hefur unnið fyrir þessu en það kemur í minn hlut sem foringja hans að taka við viðurkenningunni," segir Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, sem nýlega tók við æðstu viðurkenningu...
Keflavíkurflugvöllur | "Allur hópurinn hefur unnið fyrir þessu en það kemur í minn hlut sem foringja hans að taka við viðurkenningunni," segir Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, sem nýlega tók við æðstu viðurkenningu Bandaríkjaflota fyrir brunavarnir úr hendi Mark S. Laughton kafteins, yfirmanns flotastöðvar varnarliðsins.

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli tekur þátt í samkeppnum í brunavörnum innan Bandaríkjaflota og hefur unnið til fjölda verðlauna. Þannig hefur liðið verið í sautján ár samfleytt í einu af þremur efstu sætunum í sínum flokki og vinnur nú í þriðja skipti til æðstu verðlauna.

Slökkviliðið er skipað íslenskum starfsmönnum, samtals 160 manns. Meirihluti þeirra annast brunavarnir og vekur Haraldur athygli á því að ekki hafi orðið brunatjón á varnarsvæðinu síðastliðin fimm ár.

Hann segist líta á þátttöku í samkeppni sem þroskatæki, þar fái starfsemin dóm annarra og stjórnendur liðsins og starfsmenn sjái hvað þeir eru að gera rétt og hvað rangt. En hann viðurkennir líka að gott sé að fá klapp á bakið.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.