5. nóvember 2003 | Bílablað | 248 orð | 1 mynd

Alþrif og réttingar á einum stað

Smáréttingar koma í stað dýrari viðgerða á bílum.
Smáréttingar koma í stað dýrari viðgerða á bílum.
GÆÐABÓN, ein elsta starfandi bónstöð landsins, hefur um árabil starfrækt bónstöð í Ármúla 17a í Reykjavík.
GÆÐABÓN, ein elsta starfandi bónstöð landsins, hefur um árabil starfrækt bónstöð í Ármúla 17a í Reykjavík. Í tilefni af 12 ára afmæli fyrirtækisins nýverið ákváðu eigendur Gæðabóns að færa út kvíarnar og opna aðra bónstöð í Borgartúni 21 (bak við Höfðaborg). Þar verður merki fyrirtækisins haldið áfram á lofti og boðin samskonar þjónusta og í Ármúlanum, þ.e. alþrif, djúphreinsun, mössun, teflonhúðun og lakkviðgerðir. Í Borgartúni verður einnig boðið upp á nýjung í þjónustu við bíleigendur því Gæðabón hefur gengið til samstarfs við fyrirtækið Smáréttingar um réttingar á allskyns smádældum.

Allir þekkja hinar hvimleiðu smádældir sem enginn bifreið er óhult fyrir. Dældirnar stinga í augu, stuðla að lakara viðhaldi og draga oft verulega úr endursöluvirði bílsins. Með smáréttingu er komin einfaldari, fljótlegri og ódýrari lausn í réttingum en áður hefur verið boðin hér á landi. Smárétting stuðlar að því að varðveita upprunalegt útlit bifreiðarinnar því ekki er unnið á yfirborði hennar ef lakkið er heilt í dældinni. Smárétting er í eðli sínu einföld viðgerð sem yfirleitt er framkvæmd samdægurs.

Hjá Gæðabóni og Smáréttingum í Borgartúni verður því að finna alhliða lausnir fyrir þá sem láta sér annt um útlit bílsins og vilja gera sér far um að varðveita eða auka endursöluvirði hans sem allra mest og best.

Í tilefni af opnun bónstöðvarinnar í Borgartúni mun Gæðabón bjóða ókeypis teflonhúðun á bílinn með alþrifum út nóvembermánuð. Einnig munu Smáréttingar vera með sérstök tilboð út mánuðinn. Nánari upplýsingar um fyrirtækin og tilboð þeirra er að á heimasíðum þeirra, www.gaedabon.is og www.smarettingar.is.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.