Kyssti mig sól og sagði: Sérðu ekki hvað ég skín? Gleymdu nú vetrargaddinum sára, gleymdu honum, ástin mín. Nú er ég átján ára. Þá dunaði haustsins harpa í hug mínum þungan slátt.
Kyssti mig sól og sagði:

Sérðu ekki hvað ég skín?

Gleymdu nú vetrargaddinum sára,

gleymdu honum, ástin mín.

Nú er ég átján ára.

Þá dunaði haustsins harpa

í hug mínum þungan slátt.

Því spurði ég: Geturðu gleymt þessum rómi,

sem glymur hér daga og nátt

og býr yfir dauðadómi?

Því blaðmjúkra birkiskóga

bíður lauffall og sorg,

og vorhuga þíns bíða vökunætur

í vetrarins hljóðu borg.

Við gluggana frosna þú grætur.

- - -

Guðmundur Böðvarsson