17. febrúar 2004 | Suðurnes | 153 orð | 1 mynd

Metaðsókn að sýningu Árna Johnsen

— Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Keflavík | Liðlega tvö þúsund manns sóttu sýningu Árna Johnsen í Keflavík fyrstu tvo sýningardagana. Er þetta meiri aðsókn en áður hefur sést á listsýningu á Suðurnesjum.
Keflavík | Liðlega tvö þúsund manns sóttu sýningu Árna Johnsen í Keflavík fyrstu tvo sýningardagana. Er þetta meiri aðsókn en áður hefur sést á listsýningu á Suðurnesjum.

Fjölmenni var við opnun sýningar Árna í Gryfjunni, nýjum sýningarsal Byggðasafns Reykjanesbæjar, í Duushúsum. Á sýningunni eru 37 verk úr steini og fleiri efnum og nefnist hún Grjótið í Grundarfirði. Meðal gesta við opnunina voru Davíð Oddsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra.

Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, segir að um 1500 manns hafi komið á sýninguna á opnunardaginn og 600 til viðbótar á sunnudeginum. Hún segir athyglisvert að sýningin virðist höfða til breiðari hóps fólks en venjulega sæki listsýningar á Suðurnesjum. Það sé jákvætt að fá nýtt fólk inn í sýningarsalina. Þá segir hún að þrátt fyrir þá athygli sem sýningin hafi vakið á undanförnum mánuðum virðist verkin koma gestunum á óvart, margir hafi haft á orði að þetta væru meiri listaverk en þeir hefðu átt von á.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.