MCDONALDS skyndibitafyrirtækið, sem hefur fengið harða gagnrýni vegna fituinnihalds í matnum sem það býður upp á, hefur lýst því yfir að það ætli að hætta að selja svokallaðan risaskammt af frönskum kartöflum í lok þessa árs og sömuleiðis að hætta að...
MCDONALDS skyndibitafyrirtækið, sem hefur fengið harða gagnrýni vegna fituinnihalds í matnum sem það býður upp á, hefur lýst því yfir að það ætli að hætta að selja svokallaðan risaskammt af frönskum kartöflum í lok þessa árs og sömuleiðis að hætta að selja risaskammt af gosi á sama tíma. Ákvörðunin er, að því er Reuters fréttastofan greinir frá, hluti af þeirri áætlun fyrirtækisins að koma til móts við viðskiptavini sem leggja áherslu á heilsusamlegt líferni. Þá er ákvörðunin einnig sögð hluti af áætlun fyrirtækisins að einfalda hjá sér matseðilinn.

Risadunkur af gosi hjá McDonalds í Bandaríkjunum inniheldur 1,25 lítra af vökva. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að stuðla að vaxandi offitu Bandaríkjamanna.