EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lagt háa refsitolla á innfluttar bandarískar vörur vegna bandarískrar löggjafar sem veitir þarlendum útflytjendum skattafslátt. Með þessu vill ESB þvinga bandaríska þingið til að afnema lögin.

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lagt háa refsitolla á innfluttar bandarískar vörur vegna bandarískrar löggjafar sem veitir þarlendum útflytjendum skattafslátt. Með þessu vill ESB þvinga bandaríska þingið til að afnema lögin.

Heimsviðskiptastofnunin (WTO) úrskurðaði bandarísku löggjöfina ólöglega fyrir tveimur árum og heimilaði ESB á síðasta ári að beita þvingunaraðgerðum. AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni ESB að sambandið sjái sig knúið til að beita refsiaðgerðum þar sem Bandaríkin hafi ekki farið að tilmælum Heimsviðskiptastofnunarinnar.

Talið er að aðgerðir Evrópusambandsins geti kostað bandaríska iðnaðinn 300 milljónir dollara á þessu áriog tvöfalda þá upphæð á næsta ári. Nú þegar hafa 5% innflutningstollar verið lagðir á bandarískar vörur sem fluttar eru til Evrópusambandslandanna en tollarnir munu hækka í hverjum mánuði allt upp í 17% eða þar til Bandaríkjamenn hafa afnumið skattafsláttinn.