— Reuters
RANNSÓKNARMENN sem sérhæfa sig í mafíutengslum, hafa handtekið 18 manns sem tengjast tveimur mafíugengjum sem stóðu að sölu á vörum Parmalat í og við Napólí á Ítalíu.
RANNSÓKNARMENN sem sérhæfa sig í mafíutengslum, hafa handtekið 18 manns sem tengjast tveimur mafíugengjum sem stóðu að sölu á vörum Parmalat í og við Napólí á Ítalíu.

Þessi tenging við undirheimana er, samkvæmt frétt Financial Times, hin nýjasta í langri röð af fléttum sem leiddu til gjaldþrots hins ítalska mjólkurfyrirtækis, en gjaldþrotið hefur reynst vera versta fjármálamisferli álfunnar fyrr og síðar.

Í Mílanó og í Parma stendur rannsókn lögreglunnar einnig yfir og rannsakar hún þar peninga sem talið er að hafi verið faldir í umfangsmiklu neti erlendra bankareikninga. Ennfremur stendur yfir rannsókn á hlutverki marga stærstu banka í heimi en rannsóknarmenn vilja komast að því hver þáttur bankanna var í því að gera Parmalat kleift að fela gat í bókum sínum upp á tæpa 1.300 milljarða íslenskra króna.