Green frost í höfninni á Þórshöfn.
Green frost í höfninni á Þórshöfn. — Morgunblaðið/Líney
FLUTNINGASKIPIÐ Green Frost kom nýlega til Þórshafnar til að taka töluvert magn af frystum loðnuafurðum frá Hraðfrystistöðinni en þar sem skipið er stórt, tæpir 90 metrar á lengd og nokkuð djúprist, var ákveðið að taka það inn að nýja hafskipakantinum...

FLUTNINGASKIPIÐ Green Frost kom nýlega til Þórshafnar til að taka töluvert magn af frystum loðnuafurðum frá Hraðfrystistöðinni en þar sem skipið er stórt, tæpir 90 metrar á lengd og nokkuð djúprist, var ákveðið að taka það inn að nýja hafskipakantinum þar sem mesta dýpi er 9 metrar. Engir bryggjupollar eru komnir á nýja kantinn svo skipið var bundið að framan í stóra Payloader-vinnuvél en í bryggjupolla á eldri kantinum að aftan. Gott rými er þarna fyrir stór skip og gjörbreytt aðstaða þegar allri vinnu og frágangi lýkur á svæðinu.

Þórshöfn. Morgunblaðið.