— Morgunblaðið/Kristín Ágústsd.
TOGARARALLIÐ svokallaða er nú að hefjast, en það er veigamikill þáttur í stofnmælingu botnfiska.
TOGARARALLIÐ svokallaða er nú að hefjast, en það er veigamikill þáttur í stofnmælingu botnfiska. Fjórir togarar taka þátt í því, þeir sömu og frá upphafi, Bjartur NK, Brettingur NS, Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS, en allir eru þeir upphaflega smíðaðir í Japan fyrir um 30 árum. Þessi leiðangur byggist á því að toga á sömu stöðum á sama tíma á hverju ári með samskonar veiðarfærum til að kanna breytingar á fiskigengd og fleiri þætti. Þar sem togararallið hefur verið farið í fjöldamörg ár er talið að góður samanburður fáist á milli ára og aftur í tímann. Hér eru skipverjar á Bjarti NK 121 að búa sig undir togararall, eru að skipta um veiðarfæri í höfninni í Neskaupstað í upphafi vikunnar.