Sláturbúðinni lokað | Vígin falla eitt af öðru. Nú hefur smásölu verið hætt á Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Skagfirðingar hafa hingað til getað fengið keypt kjöt í svokallaðri sláturbúð í Kjötafurðastöðinni.

Sláturbúðinni lokað | Vígin falla eitt af öðru. Nú hefur smásölu verið hætt á Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Skagfirðingar hafa hingað til getað fengið keypt kjöt í svokallaðri sláturbúð í Kjötafurðastöðinni. Nú hefur sláturhúsið fengið viðurkenningu sem útflutningssláturhús og þarf að uppfylla strangar heilbrigðiskröfur, að því er fram kemur á vef Kaupfélags Skagfirðinga. Af þeim sökum hefur orðið að loka sláturbúðinni endanlega.

"Þetta fyrirkomulag, að vera með smásölu á afurðastöðinni, tilheyrir auðvitað liðinni tíð og með aukinni þjónustu í verslunum er aðgengi neytenda að vörunum stórbætt frá því sem tíðkaðist fyrr," segir á vef KS.