Byggingartími styttist | Mikil breyting hefur orðið á byggingartíma íbúða á undanförnum árum. Á Akranesi eru flestar íbúðir eitt eða tvö ár í byggingu en áður var ekki óalgengt að byggingartíminn væri að meðaltali um tíu ár.

Byggingartími styttist | Mikil breyting hefur orðið á byggingartíma íbúða á undanförnum árum. Á Akranesi eru flestar íbúðir eitt eða tvö ár í byggingu en áður var ekki óalgengt að byggingartíminn væri að meðaltali um tíu ár.

Kemur þetta fram í samantekt Skúla Lýðssonar byggingarfulltrúa á vef Akraneskaupstaðar. Hann bendir á að frágangur lóða hafi einnig breyst til batnaðar. Nú sé gengið frá lóðum um leið og hús eru tilbúin eða strax árið eftir.

Mikil gróska hefur verið og er áfram í íbúðabyggingum á Akranesi. Á síðasta ári voru 112 íbúðir í byggingu en á árinu 2002 voru 105 íbúðir í byggingu. Alls voru teknar 55 íbúðir í notkun á árinu sem var þremur íbúðum fleira en á árinu 2002.