Borgað í baukinn.
Borgað í baukinn. — Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Selfoss | Ungir sjálfstæðismenn í Árnessýslu hafa sett upp bláa söfnunarbauka víða í Sveitarfélaginu Árborg og vilja með því leggja áherslu á að stýra þurfi sveitarfélaginu út úr fjárhagslegum vandræðum.
Selfoss | Ungir sjálfstæðismenn í Árnessýslu hafa sett upp bláa söfnunarbauka víða í Sveitarfélaginu Árborg og vilja með því leggja áherslu á að stýra þurfi sveitarfélaginu út úr fjárhagslegum vandræðum. Þeir benda á að 99,65% af tekjum sveitarfélagsins Árborgar fari í rekstur og eftir standi aðeins 6,3 milljónir króna til að standa undir afborgunum lána og til framkvæmda.

"Því er ljóst að allar þær framkvæmdir sem bærinn stendur fyrir eru nær eingöngu fjármagnaðar með lánsfé. Ef fram heldur sem horfir má reikna með að skuldastaða sveitarfélagsins nemi tæpum 700 þúsund krónum á íbúa í lok kjörtímabils 2006," segir í tilkynningu sem fylgir söfnunarbaukunum.

Þeir benda á að þessi staða sveitarfélagsins hafi þau áhrif að minni líkur séu á að fasteignagjöld lækki sem og leikskjólagjöld, gatnagerðargjöld og skólavistargjöld.