Í FRUMVARPI sex þingmanna Framsóknarflokksins, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er lagt til að krafa um ábyrgðarmann á námslánum verði felld úr lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Í FRUMVARPI sex þingmanna Framsóknarflokksins, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er lagt til að krafa um ábyrgðarmann á námslánum verði felld úr lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þess í stað eigi hver námsmaður að ábyrgjast endurgreiðslu eigin láns. "Eitt af meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar er að Lánasjóður íslenskra námsmanna gegni áfram því hlutverki að vera félagslegur jöfnunarsjóður sem tryggi öllum tækifæri til náms," segir í greinargerð frumvarpsins. "Liður í að tryggja slík markmið er að fella burt ábyrgðarmannakröfu á námslánum," segir ennfremur. "Vitað er að nokkur fjöldi námsmanna hefur ekki tök á að leita til aðstandenda eða annarra til að ábyrgjast námslánin. Þessir námsmenn eiga ekki kost á að stunda nám. Mikilvægt er að leiðrétta þetta óréttlæti."

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Dagný Jónsdóttir. Meðflutningsmenn eru Birkir J. Jónsson, Magnús Stefánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Hjálmar Árnason og Jónína Bjartmarz.