Jóna Pálsdóttir
Jóna Pálsdóttir
EIN stærsta upplýsingaráðstefna sem hér hefur verið haldin, UT2004, verður haldin á föstudaginn og laugardaginn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Að sögn Jónu Pálsdóttur á þróunarsviði menntamálaráðuneytisins, er búist við allt að 1.
EIN stærsta upplýsingaráðstefna sem hér hefur verið haldin, UT2004, verður haldin á föstudaginn og laugardaginn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Að sögn Jónu Pálsdóttur á þróunarsviði menntamálaráðuneytisins, er búist við allt að 1.500 manns muni sækja ráðstefnuna og þar af mjög margir utan af landi. Þá verða um hátt í eitt hundrað fyrirlesarar á ráðstefnunni, þar af nokkrir erlendir.

Ráðstefnan snýst um upplýsinga og samskiptatækni í skólakerfinu og virðist hafa slegið í gegn því gestafjöldi hefur margfaldast frá því farið var af stað með ráðstefnuna fyrir sex árum.

Þrjár ráðstefnur samtímis

"Við erum í raun samtímis að keyra eina ráðstefnu fyrir leikskóla, aðra fyrir grunnskóla og þá þriðju fyrir framhaldsskóla fyrir utan aðra dagskrárliði," segir Jóna. "Þetta er í sjötta sinn sem við höldum þessa ráðstefnu og hún hefur farið vaxandi öll þessi ár. Í fyrra var ráðstefnan á Akureyri og þangað komu 600 manns en við áttum ekki von á nema 200. Þá vorum við mjög upptekin af tækninni en núna erum við upptekin af því hvernig upplýsingatæknin hún geti unnið með kennurum og erum að reyna að fá þessa venjulega kennara til þess að koma, ekki bara þá sem stýra tölvuverum. Við erum að mestu hætt að tala um tækni heldur miklu frekar um tæki sem er þægilegt að nota og láta hjálpa sér við kennsluna enda er slagorð okkar nú "UT vinnur með þér"."