Vinnsla og frysting loðnuhrogna hófst hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gær og létu starfsmenn hendur standa fram úr ermum, enda mikil verðmæti í húfi og stuttur tími til stefnu á loðnuvertíðinni.
Vinnsla og frysting loðnuhrogna hófst hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í gær og létu starfsmenn hendur standa fram úr ermum, enda mikil verðmæti í húfi og stuttur tími til stefnu á loðnuvertíðinni. — Morgunblaðið/Sigurgeir
LOÐNUVEIÐAR hófust á ný í gær eftir bræluna í fyrrinótt og veiðist loðnan nú í grennd við Ingólfshöfða. Loðnufrystingu hefur víða verið hætt þar sem loðnan er komin það nálægt hrygningu.
LOÐNUVEIÐAR hófust á ný í gær eftir bræluna í fyrrinótt og veiðist loðnan nú í grennd við Ingólfshöfða. Loðnufrystingu hefur víða verið hætt þar sem loðnan er komin það nálægt hrygningu. Nú tekur við loðnukreisting en góður markaður er fyrir loðnuhrogn í Japan þetta árið.

Sighvatur Bjarnason VE landaði 1.500 tonnum í Vestmannaeyjum í gærmorgun og fór strax á miðin aftur að sögn Guðna Ingvars Guðnasonar, útgerðarstjóra Vinnslustöðvarinnar. Ísleifur VE var á miðunum í gær en Kap VE heldur til veiða í dag. Í gær var verið að frysta loðnuhrogn úr Sighvati Bjarnasyni VE og Berg VE. Guðmundur Elíasson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni, sagði að búið væri að frysta 770 tonn af loðnu á Japan og 290 tonn á Rússlandsmarkað. Hann reiknaði með að frystingu á loðnu væri lokið þar sem hrognafylling væri ekki nægileg lengur.

Áhersla á hrognatöku

Antares VE, Sigurður VE og Harpa VE voru á miðunum þegar rætt var við Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu í gær. Síðast landaði Antares 700 tonnum í Eyjum á þriðjudag. Lítið var hægt að frysta af loðnunni og þar af leiðandi lögð áhersla á hrognatöku.

Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.