Jón Múli Árnason
Jón Múli Árnason
Salurinn kl. 20 Inner Wheel Reykjavík, Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær og Rótarýklúbbur Reykjavíkur halda sameiginlega fjáröflunartónleika. Klúbbarnir eru tengdir innbyrðis og halda nú í fyrsta sinn sameiginlega fund og tónleika að fundi loknum.
Salurinn kl. 20 Inner Wheel Reykjavík, Rótarýklúbbur Reykjavík Austurbær og Rótarýklúbbur Reykjavíkur halda sameiginlega fjáröflunartónleika. Klúbbarnir eru tengdir innbyrðis og halda nú í fyrsta sinn sameiginlega fund og tónleika að fundi loknum. Jónas Ingimundarson kynnir tónlistarefnið, sem fjallar um vorið, ástina og tilveruna með aðstoð Gunnars Guðbjörnssonar tenórs og Hjalta Rögnvaldssonar leikara.

Styrktarverkefni Inner Wheel á þessu ári er fjáröflun til styrktar Alzheimersamtökunum.

Ásbyrgi í Miðfirði kl. 20.30 Söngkvartettinn Út í vorið heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga. Á efnisskránni má finna vinsæl kvartettlög fyrri ára í útsetningum Carls Billich, Magnúsar Ingimarssonar o.fl., og svo nýrri útsetningar fyrir kvartettinn eftir Bjarna Þór Jónatansson og Jóhann G. Jóhannsson. M.a. verða fluttar nokkrar nýjar útsetningar á lögum Jóns Múla Árnasonar.

Söngkvartettinn Út í vorið var stofnaður haustið 1992 af þeim Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Friðrikssyni. Snemma árs 1993 kom píanóleikarinn Bjarni Þór Jónatansson til liðs við kvartettinn. Hann starfar sem píanókennari og organisti í Reykjavík. Allir hafa þeir verið félagar í Kór Langholtskirkju.