Sigurbjörg Sigurðardóttir afhendir Jósef Blöndal yfirlækni gjafabréfið. Með á myndinni eru Róbert Jörgensen framkvæmdarstjóri, Sigurlín Gunnarsdóttir, Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Brynja Reynisdóttir húkrunarforstjóri og systir Antonia Ho
Sigurbjörg Sigurðardóttir afhendir Jósef Blöndal yfirlækni gjafabréfið. Með á myndinni eru Róbert Jörgensen framkvæmdarstjóri, Sigurlín Gunnarsdóttir, Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri, Brynja Reynisdóttir húkrunarforstjóri og systir Antonia Ho — Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur | St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur borist vegleg gjöf. Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hálsi á Skógarströnd færði stjórnendum sjúkrahússins gjafabréf til minningar um systur sína Guðfinnu Sigurðardóttur.

Stykkishólmur | St. Franciskusspítala í Stykkishólmi hefur borist vegleg gjöf. Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Hálsi á Skógarströnd færði stjórnendum sjúkrahússins gjafabréf til minningar um systur sína Guðfinnu Sigurðardóttur.

Í gjafabréfi hennar kemur fram að hún gefur Olympus-magaspeglunartæki, Gymna-Uniphy Bobath-meðferðarbekk, Follo Corpus M-meðferðarbekk og Schupps McChair-nuddstól. Kaupverð þessara tækja er samtals 3,7 milljónir króna.

Guðfinna var fædd árið 1912 og bjó allan sinn starfsferil á Hálsi á Skógarströnd. Guðfinna lést á síðasta ári.

Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri St. Franciskusspítala, þakkaði Sigurbjörgu gjöfina og þann hlýhug sem henni fylgdi. Það kom fram hjá honum að þetta væri ekki fyrsta gjöfin til spítalans frá þeim Hálssystrum.

Nýju tækin koma að góðum notum og taka við af öðrum sem komin eru vel til ára sinna. Tækin munu auka möguleika spítalans til að þjóna þeim sem til spítalans þurfa að leita.

Við spítalann eru starfræktar bakdeild og endurhæfingardeildir. Mikil aðsókn er að bakdeild spítalans. Öll aðstaða er fullnýtt og nú eru um 80 sjúklingar á biðlista. Yfirmaður þeirrar deildar er Jósef Blöndal læknir. Sama má segja um endurhæfingardeildina, þar starfa fimm sjúkraþjálfarar og þar er Lucia de Korte deildarstjóri.

Deildirnar hafa styrkt rekstur sjúkrahússins og því er vel tekið á móti gjöf sem nýtist starfseminni.