Frá opnun tilboða í 1. áfanga viðbyggingar Grunnskólans í Þorlákshöfn. Alls bárust sjö tilboð.
Frá opnun tilboða í 1. áfanga viðbyggingar Grunnskólans í Þorlákshöfn. Alls bárust sjö tilboð. — Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Þorlákshöfn | Tilboð voru opnuð í fyrsta áfanga viðbyggingar Grunnskólans í Þorlákshöfn og var lægsta tilboðið frá Trésmíðum Sæmundar ehf.
Þorlákshöfn | Tilboð voru opnuð í fyrsta áfanga viðbyggingar Grunnskólans í Þorlákshöfn og var lægsta tilboðið frá Trésmíðum Sæmundar ehf. Alls bárust sjö tilboð í verkið sem er uppsteypa á 14 kennslustofum á tveim hæðum og full rágengið að utan, endanlegur frágangur á sjö stofum á neðri hæð. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 149.599.123 krónur en tilboð Trésmíða Sæmundar ehf. var 125.934.005 krónur eða um 84% af kostnaðaráætlun.

Næstlægsta tilboðið kom frá Byggó hf., rúmar 130 milljónir, þar næst komu Keflavíkurverktakar með rúmlega 136 milljónir. Vélsmiðja Suðurlands bauð liðlega 145 milljónir, Pálmatré ehf. rúmlega 148 milljónir, Byggingarfélagið Drífandi rúmar 153 milljónir og Dynkur ehf. rúmar 154 milljónir.

Áætlun gerir ráð fyrir að verkinu verði lokið á þessu ári og hægt verði að taka neðri hluta byggingarinnar, sjö stofur, í notkun um áramótin.