Megas í Vélsmiðjunni | Megas og Súkkat efna til tónleika í Vélsmiðjunni við Strandgötu í kvöld.
Megas í Vélsmiðjunni | Megas og Súkkat efna til tónleika í Vélsmiðjunni við Strandgötu í kvöld. Megasar hefur ekki verið á ferð norðan heiða um árabil, en gera má ráð fyrir að bæði hann og Súkkatfélagar flytji norðanmönnum brot af því besta sem þeir hafa upp á að bjóða. Húsið verður opnað kl. 20.30, en tónleikarnir hefjast klukkustund síðar.